Kjarni málsins hundsað!

Auðlindaskattur er leyfilegur í Evrópubandalaginu, en hinsvegar ólöglegt að hygla einum einstaklingi eða fyrirtæki fram yfir annan eða annað, svo framarlega viðkomandi aðili er skráður innan bandalagsins.

Norðmenn hafa tvisvar samið um skilyrði um inngöngu í ESB og í hvorugt skiptið krafðist ESB ókeypis aðgang að olíulindum Norðmanna.

Stærsti útgjaldaliður ESB er styrkir til landbúnaðar. Bandaríkin eyða heilum ósköpum af fé landbúnaðarstyrki. Mjög fáir greiðendur kvarta yfir þessari eyðslu og enn færri bendla slíkt við kommúnisma eða þjófnað. Niðurgreiðslur á matvælum frá ríkari hluta heimsins og þeim skaða sem því fylgir gagnvart matvælaframleiðslu í fátækari ríkum, er reynt að "plástra" með matvæla- og vopnagjöfum í nafni friðar og mannúðar.

Líklegasti forsetaframbjóðenda Bandaríkjana, kallar  styrki við fátæka á vegum ríkisins fyrir þjófnað!

Einn af ríkustu mönnum Noregs, á nokkur af afkastamestu fiskveiðiskipum heims og sendir þau þar sem ókeypis er að veiða fisk við strendur síns heimalands og annarstaðar viðan um heim. "Trilljóntonna" fiskveiðskip hans ryksuga núna upp "krill" út um öll heimsins höf, en "krill" hefur hingað til hefur verið álitinn fiskamatur og ekki Omega-3.

 Ókeypis aðgangur að náttúruauðlindum er óbeinn styrkur til þeirra sem oft þurfa minnst á slíku að halda. Áður en Ísland varð hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, var löglegt á Íslandi að ríkisstyrkja hvern og hvað sem er eftir hentugleika stjórnmálamanna þjóðarinnar á hverjum tíma. Að sjálfsögðu voru slíkir styrkir greiddir helst til stjórnmálamannana sjálfra, vina þeirra, fjölskyldu eða til aðlila sem höfðu stærri atkvæðarétt en aðrir í nafni "þjóðhyggju".

 Fiskveiðistefna ESB er gjörsamlega misheppnuð og vita það nánast allir sem vilja vita. Auðlindaskattur á stærstu auðlind landsins er bæði sanngjörn og vitræn. Byrja smátt og auka hægt og rólega þar til markaðsverði veiðkvóta er náð. Með þvi hættum við að gefa okkar auðæfi áfram til örfárra útvaldra landsmanna og seljum þau frekar til hæstbjóðanda.

 ESB getur hjálpað okkur gegn spillingu, lækkun á fjármögnunarkostnaði, eykur hagvöxt og veitir okkur langþráðan stöðugleika í hagkerfinu (þ.a.s. ef stjórnmálamönnum okkar ekki tekst að gabba sína eigin þjóð og ESB eins og Grikkir).

 Fiskinn minn! Nammi, nammi, namm söng ein ágæt sveit forðum...

 P.S.

Mæli með frábærri bók um ótrúlegan áhrifamátt þorsksins á mannkynssöguna:

Cod: A Biography of the Fish that Changed the World eftir Mark
Kurlansky.

Lifið heil.


mbl.is Ólíklegt að Ísland fengi umtalsverða styrki frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband