Þjóðnýta rokið?

Mér er spurn hvaða náttúruauðlindir landsins ekki eru í einkaeign í augnablikinu? Dettur helst í hug rokið og öldugang hafsins umhverfis landsins. Auðlindaskatt á annað en mannauð virðist vera minni krafa en að þjóðnýta rokið, öldur hafsins og kanski mögulega eitthvað annað sem gæti poppað upp í framtíðinni. Gjöfulustu auðlindir okkar, fyrir utan mannauðinn, þ.a.s. sjávarafli og orkuvinnsla er þegar veðsett og þar með það mál afgreitt hvað varðar góða kosti um þjónýtingu.

Skynsamlegt fyrirkomulag á auðlindaskatti á núverandi- og framtíðarauðlindir er eina leiðin til Brussel og tryggt efnahagslíf. Þjóðnýtingarumræða þessi tel ég vera ryk í augu almennings okkar þjóðar sem eru nógu rauðeygð fyrir.

Góð staða frænda okkar norðmanna er einungis til komin vegna auðlindaskatts þeirra á olíuauðlindum sínum. Auðlindarskattur á sjávarfang og vatnsorku er hindrun í Noregi sem og á Íslandi til að ná viðunadin samningi um fullgilt meðlimsskýrteini í EU.

 Mæli með lestri bókarinnar "Cod: A Biography of the Fish That Changed the World" eftir Mark Kurlansky  til að kynna sér betur hvað "sá græni" hefur haft að segja í þjóðfélagsþróun síðustu alda.

Betur má ef duga skal!

 


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband